Ég installaði bæði WOW og Burningcrussade. Ég hef gert það áður í annarri tölvu og þegar ég ætlaði að opna leikinn opnaðist ekki leikurinn heldur byrjaði patchið (path eða eitthvað) að downloadast og eftir downloadið gat ég spilað leikinn.
En í nýju tölvunni var ég búin að installa bæði leiknum og aukapakkanum og opnaði leikinn en þá kom ekki þetta patch eða path download heldur opnaðist leikurinn bara. Ég prófaði að logga mig inn og þá kom Night Elf bakrunnurinn og það stóð update download. Ég þurfti að cancela það nokkrum sinnum og byrja aftur upp á nýtt því downloadið stoppaði alltaf á einhverri prósentu. Þegar þetta var loksins búið að downloadast stóð download succesful og press the restart button to restar World of Warcraft. Ég gerði það og þá stóð failed to apply patch (eða path) og það stóð að ég þyrfti kanski að reeinstalla eða fá tæknilega hjálp.
Hvað á ég að gera? Hefur þetta gerst hjá ykkur?
Bætt við 21. október 2007 - 19:02
Heyrðu, ég reeinstallaði honum og þetta tókst :)
An eye for an eye makes the whole world blind