Jæja við fengum það skemmtilega verkefni að skrifa stutta ritgerð um eitthvert áhugamál okkar og flytja það svo fyrir bekkinn, svona að æfa talmál:P.

Það var skemmtilega sólríkur dagur, léttur vindur og já næstum því bara fullkominn dagur. Ég fann ákveðið stolt en auk þess mjög gott bragð þegar ég var að klára svínið sem ég hafði veitt mér í gær.

Allt í einu heyrði ég úr norðri koma hræðileg öskur, það fór kaldur hrollur niður bakið á mér þegar ég stóð upp. Ég heyrði öskrin aftur en núna heyrði ég að þau voru greinilega að öskra á hjálp. Ég hljóp í áttina að þeim og fann hvað ég var orðinn hræddur en einnig hvað ég var tilbúinn í bardaga. þegar ég var kominn nær fann ég runna sem ég gat falið mig í og séð hvað væri þarna i gangi.

Ég taldi tíu, tíu manns sem var búið að hengja uppá vegg. Ég stóð upp aftur og sá þar allt í einu
einhvern lítin stubb þarna á labbinu. Ég hló svolitið að honum fyrst og ákvað að ráðast á hann, ég hljóp að honum og sá þá að hann gæti ekki mögulega náð mig lengra en upp að hnjám. Ég hélt að ég gæti auðveldlega tekið hann en skyndilega kviknaði í höndunum á honum, hann benti á veggin og það kviknað strax í hann, núna öskruðu þau öll í kór og ég fylltist strax skelfilegum ótta….
vekjaraklukkan hringdi, ég heyrði mömmu labba niður stigan og ég fann sorglegan tómleika þegar
ég neyddist til að slökkva á tölvunni og koma mér af stað í skólan.

Hehe, þetta var þá dramatíska lýsingin mín af skemmtilgu tilviki þegar ég sá gnome lock kasta immolate á fellow horde :P