okey nú sem ég hef náð athugli ykkar langar mér að byrja að segja að þessi þráður hefur einginlega eingan risa tilgang en mér leiddist er að bíða eftir að honorinn update-ist,
En þar sem meiri parturinn af þeim sem lesa þetta er fólk sem spilar Wow, eða einhvern annan Blizzard leik, þannig ég held að þið kannist við þetta.
Þannig er mál með vöxtum að ég hef lent nokkur sinnum í því að þröngsýnt fólk er að dæma eitthvað sem það í sjálfu sér þekkir ekkert.
Tökum sem dæmi, þegar ég var yngri þá var alltaf kallað á mig í mat við kvöld mat ( skiljanlegt ), og en stundum kom það uppá að ég var í raidi eimitt þá, og þá vildi ég nú bara taka diskinn með mér inn en þá bannar móður mín mér það og segjir að ég verði að borða inni,
ég segjist ekki geta það því að ég er upptekinn og hún spyr með frekar miklum hroka “ í tölvuleik ” og ég segi auðvitað “ já ” og hún segjir bara “ settu þennan bevítans leik bara á pásu ” og ég segjist ekki geta það því að það er fólk sem er að bíða efitr mér , hún segjir að það skipti ekki máli þú borða hérna , þá spyr ég “ Ef ég væri á fótbolta æfingu ( ég æfði fótbolta áður en ég lendti í slysi ) myndiru þá sækja mig á völlinn koma með mig heim og ætlast við að restinn þessum 21 manns bara bíða eftir mér að því að ég verð að borða heima ”, hún svara mér ekki og segjir bara “ þú borðar hérna ”
ég nátturulega hlusta ekkert á hana því að ég heiri betri rök frá 11 ára stelpu sem vill fá folald í afmælisgöf.
Svo lendir maður líka sí oftar í þessu að íþróttar “ nördar ” eru að dæma mann , þá spyr ég alltaf “ af hverju er fótbolti betra áhugarmál en til dæmis tölvur ” og frumleikin hjá þessu liði kemur mér alltaf á óvart , því ég fá alltaf, undanteknigarlaust sama svarið “ að því að þú hreifir þig í fótbolta ” .
okey, rétt þú færð ekki mikla líkamlega hreifinu í tölvum en einhver staðar las ég í lifandi vísundum eða eitthvað í þá áttina að tölvur er holt fyrir heilan ( í réttu magni , ég efast um að elta bolta í 8 tíma á dag sé holt fyrir þig, eins og orða tiltækið segjir “ allt er gott í hófi ”.
þá oftast heirir maður “ já en þegar maður er í fótbolta þá ertu að spila við vini þína ”
flestir hérna vita að það er annað fólk sem spilar á móti þér í svona MMORPG´s.
já en þú hittir þá aldrey, heirir maður oft þá
rétt maður talar bara við þá, en maður er ekki oft að hitta þá, en margir fara hinsvegar til þeirra og kynnast, eins og strákurinn sem ég er að leiga mér íbúð núna kynnist ég í gegnum wow, ég hef líka farið í útlanda til að hitta fólk sem ég kynnst í wow, og við vorum ekki eins og mikið af fólki heldur, að spila wow allan daginn, þvert á móti, við fórum á svona “ sight seeing ” og hvað eina.
og svo ganga þessar rökræður í hringi í dá nokkurn tíma og enda eiginlega alltaf á því að íþróttar “nördarnir” segja “ já en þú verður feitur og ógeðslegur að spila tölvuleiki ” ,
allir hérna að það er ekkert nema fáviskar á hæðsta stigi , það er eins og að segja að allir þeir sem spila íþróttir séu með greindarvísi tölu á við sokkinn sem þeir eru í .
Svo náttulega hafa allir líklast heirt um það þegar einhver Everquest spilari gleimdi barninu sínu og það dó úr hungri, og þegar einhver stelpa hengi sig því að það var ninja lootað einhverju sverði af henni, og þegar það var Gang war útaf MMORPG og það slaðist einhverjir ( dó eingin ), ég taka það skírt framm að ég er ekki að gera lítið úr þessum atvikum , þetta er grafalvegt og mjög sorglegt og ætti aldery að hafa gerst.
en þetta er mjög heimskuleg logic að segja að tölvuleikir séu slæmir að því að svona hlutir gerast, þetta er svipað eins og að segja að Skógir eru slæmir að því að það deija meira fólk árlega að því að fá kókshnetu í hausinn en að vera étið af Hákarli/háfum. og nátturlega öll slagsmálinn sem verða á milli áhorfenda og stuðnigs manna sitt hvora liða . það eru bara ekki allir sem vita það.
og svo er nátturlega fólk sem halda því framm á íþróttir séu betri sem auðvitað horfa frammhjá staðreyndum eins og öllu fólkinu sem deir að því að það kremst undir á fótbolta leikjum, og örðum íþróttum, og svo eikst heimisofbeldi um 60% þegar EHM er sýnt ( held að að EHM sé heimsmeistaramót fótbolta ) að því að “klikkaðir ” feður vilja ekki að það sé trufal þá þegar þeir eru að horfa á leikinn. Og það er bara þegar krakkarnir eru að spurja “ pabbi viltu koma að leika ” og fá glóðurauga í staðinn.
og ég veit að þegar hlaupahjólinn komu í tísku þá var það mjög algengt að krakkar voru að dretta og lenda með einn partinn af handfanginu í maganum hinn í jörðini og voru að eigðileggja eitthvað í maganum man ekki hvað líffærið var , en afi minn vinnur á görgæslu og hann var að segja mér frá þessu.
og já, svo það sem kem mér að því að skrifa þessa grein, ég var á rúntnum með vinum mínum og ein stelpa í bílnum mínum sagði “ Fólk sem spilar wow er ekki Fólk !” og ég spurði af hverju ekki, af hverju er það ekki jafn mikið fólk og fólk sem til dæmis hefur eindæmis aðdáð af hári ( hún er hárgreiðlu kona ) og hún sagði eins og það væri sjálfsagt “ að því að það á einga vini og er alltaf í tölvuni , það talar aldrey við neina og útlokar sig frá heiminum, og ég tók alveg góðan hálftíma á meðan ég fór framm og til baka niður laugarveginn að segja henni að hún hafði rangt fyrri sér og það sem hún er að segja er …. já heimskulegt og þröngsýnt, og eins og oftast þá endar það með því að hún stendur alveg kjaftstopp og segjir ” þú segjir það bara að því að þú spilar vóv ef þú spilarði íþróttir þá myndiru sjá að þetta er asnalegt áhugarmál og fólk sem spilar það er asnalegt og það er ekki eins og að vera í íþróttum, fólk sem spilar wow er ekki fólk, það hefur eingar sálir “ hún hefur líkegast sagt þetta í reiði og fljótfræni en, þrátt fyrir það, hún var eiginlega að segja að flestir vinir mínir eru sálfarlausir hálvitar , ég varð soldið ticked off og sagði að þegar ég var yngri og gat spilarð íþróttir þá æfði ég fót,köfu,badminton og ping pong.
og ég viðurkenni að ég hafði fordómu þá, enda ungur og já, töluvert heimskari en ég er núna.
og ég sagði að eftir að ég áttði mig á þessu dæmi ég ekki það sem ég þekki ekki og hef ekkert vit á, og hún ætti ekki að gera það sjálf, og vitað mál að hún kom með grænmetis svar við því eins og ég bjóst við ” ég veit þetta alveg þetta er bara asnalegt ég veit alveg hvað ég er að tala um “
og þá sagði ég bara að ég hafi heirt betri rök frá hundi, og gaft upp því að reyna að útskýra þetta fyrir fólki eins og henni er eins og reyna að útskýra söguþráðinn í Final Fantasy 7 við Sítrónu.
og það er ekki bara hún sem gerir svona, ég hef líka lent í þessu frá skóla”meistarnum" í Menntaskólanum á laugarvatni, eftir að hann bannaði fólki að spila wow ,
hann sagði að trufaði nám( ekki hægt að spila í tíma bara á vitum á milli 8 á morgni til 11 á kvöldinn áður en því var lokað ) og eitt árið þá lokaði hann fyrir það því að hann taldi að of mikið af fólki var að falla útaf því að það spilaði þennan leik, en svo fór félagi minn að gera smá útreikninga og það kom út að 11% þeirra sem féllu spiluðu Wow, en það væri 12% skólans sem fellu ekki en spiluðu wow, og þá fer maður að hugsa af hverju getur hann bannað þetta þegar aðeins 11% af þeim sem féllu spila wow en 12% skólans vilja leikinn aftur.
Ekkert nema þröngsýni og heimska ef þú spyrð mig.
ég held að ég hafi ekki haft alveg gífurlegt point með þessu, en mér leiddist, og ég hef líklegast gleimt einhverju,
en það sem ég vill spurja er , hvað gerið þig þegar þig lendið í svipaðari stöðu, eða hafið þið einhverja skoðun á málinu,
og ég byðst velvirðingar á hvernig ég orða þetta og stafsetninga villum sem eru þarna =).
Og fólki sem hefur þá skoðanir að MMORPG er slæmt ( þó ólíklegt að það sé að skoða eitthvað hérna )
Don´t Judge a Book by its cover !
Bætt við 21. október 2007 - 17:33
Héðan í frá ætla ég ekki að svara einhverjum sem kemur með spurningu sem ég er búinn að svara, ég nenni ekki að fara yfir sama efnið aftur og aftur og aftur að því að þú nennir ekki að lesa.