Ekki hægt að treysta á nein fjarskipti við BT.
(Ég bý á Húsavík, um 90 km frá Akureyri)
1. Heimasíðan tottar böll.
2. Ég hringdi í BT á
Akureyri og fæ samband við “þjónustuver”
fyrir sunnan.3. spurði hvort þeir ættu
Gothic 3 collectors edition. Starfsmaður leitaði í gagnagrunninum og fann engann Gothic 3.
4. Starfsmaður hafði samband við BT á Akureyri og spurði þar hvort að þeir vissu hvort þessi leikur væri til, en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var ekki til.
5. Ég fer inn á Akureyri og í BT og þar er leikurinn fyrir ofan afgreiðsluborðið í þægilegri sjónlínu frá allri búðinni, á nákvæmlega sama stað og hann var þegar ég sá hann viku eða svo áður (þá hafði ég ekki ákveðið að kaupa hann).
Ályktun: Maður þarf virkilega að vera sá sem hefur vit fyrir þjónustuaðilum sínum og í raun þjónusta þá sjálfa ef maður ætlar að versla við BT.
Og svo að maður noti eina fræga tilvitnun:
<Fluffster> ég hringdi í BT um daginn að spyrja hvað GeForce 2 kostaði, eftir 10 mín. á hold fékk ég svarið “nei, við eigum ekki þann leik”.