Þetta eru skráð viðmið á áhugamálinu, ef einhver brýtur þau þá er “refsingin” við því bann.
Ef þú hefur eitthvað gegn viðmiðunum að segja, þá endilega tjáðu þig og sjáum hvað fjöldinn segir :)
Í gegnum tíðina hefur t.d. “fyrstur” farið verulega í taugarnar á meirihlutanum, og þess vegna gerðum við reglu um að banna slíkt athæfi.
Ég skal fara yfir reglurnar og gefa þér ástæður fyrir þeim öllum.
“Ef þú þarft að tjá þig á niðrandi hátt við notendur varðandi ‘wow fíkn’ eða eitthvað álíka skemmtilegt, þá er það brot á reglum vefsins og mun leiða til banns.”
Á tímabili fyrir þessa reglu var mikið um að fólk gerði korka í þeim eina tilgangi að vera með leiðindi og skapa neikvæðar umræður í garð WoW spilara og áhugamálsins. Flestir voru sammála að áhugamálið væri betra án þeirra.
“.) Vinsamlegast sleppið því að senda inn þræði sem ekki varða áhugamálið sjálft. Chuck Norris, Ali G, Batman og nýjustu fréttir af fræga fólkinu eru meðal þeirra hluta sem þið eigið ekki að vera að ræða um á áhugamálinu.”
Þetta er áhugamál um Blizzard leiki, ekki Ali G, það er annað áhugamál um Ali G, og það er áhugamál um fræga fólkið. Það er ekki bann vegna brots á þessari reglu, en ef fólk fer almennt eftir þessu sparar þetta bæði notendum sem vilja stunda áhugamálið tímann sem þau gætu notað við það sem þeim langar, og það sparar stjórnendum óþarfa vesen að eyða korkum.
“2.) Ekki senda inn tengla á myndbönd á Almennar umræður. Setjið þá á myndbandakorkinn. Ef þið vitið um fleiri en eitt myndband, ekki senda inn marga þræði um það, einn þráður er nóg. Ekki senda inn fleiri en tvo þræði á dag, geymið frekar tengla á ný myndbönd og sendið þá inn daginn eftir.”
Af hverju að senda myndbönd inná almennar umræður þegar það er myndbandakorkur þar sem fólk sem langar að horfa ámyndbönd leitar til, meðan fólk sem er að skoða almennar umræður vill fá að skoða almennar umræður.
Uppruni þessarar reglu er þegar almenni korkurinn var upp fullur af myndbanda linkum, og myndbanda korkurinn var búinn til og var og er notuð til að vekja athyggli á myndbandakorknum.
Álíka gildir um recruitment korkinn núna, en það kemur enn fyrir að sent eru recruitment korkar á almennar umræður.
“3.) Umræður um einkaþjóna (e. private servers), hvernig á að sækja þá, setja þá upp, tengjast þeim, hvort einhver geti hjálpað sér að setja slíkan einkaþjón upp o.s.frv, eru bannaðar! Brot á þessari reglu leiðir til banns.”
hugi.is/blizzard er “official Blizzard fansite Íslands”
Private servers eru bannaðir samkvæmt reglum blizzards, samkvæmt lögum, samkvæmt reglum áhugamálsins og samkvæmt reglum um “official Blizzard fansites”
“4.) Við vitum hversu gleðilegt efni það er að komast á 1-70, eða fá fyrsta epic itemið, eða að vinna heimsmeistarann í StarCraft, en vinsamlegast haldið þessi út af fyrir ykkur og þá sem spila með ykkur. EKKI skrifa um það á korkunum.”
Tvær góðar ástæður, áhugamálið væru troðfullt af slíkum umræðum ef allir sem stunduðu huga gerðu kork þegar þeir dinguðu 70. Önnur ástæða er að flestum er sama nema þeim sem þú spilarð með, og þess vegna er um a ðgera að deila gleðinni með þeim en ekki einhverjum sem er sama.
“5.) VINSAMLEGAST HALDIÐ FRIÐINN. Þeir sem ekki geta gert það eru taldir vanhæfir til almennra samskipta og fá yfirleitt fljótt að fjúka af Huga. Við vitum að það getur allt gerst í hita leiksins, en áður en þið sendið inn heiftarlegar rifrildisþræði skulið þið draga andann djúpt, telja upp á tíu og finna svo aðra kurteisari leið til þess að koma máli ykkar á framfæri.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða efasemdir um reglur áhugamálsins eða það sem fer hér fram bendi ég ykkur á að listi yfir okkur stjórnendur má finna til hliðar og þaðan eru skilaboð til okkar í aðeins tveggja músasmella fjarlægð.”
Eins og segir í þessari reglu þá megi endilega heyra í okkur ef þið hafið eitthvað gegn þeim.
Í sambandi við almennar samræður þá erum við að tala um að vera ekki með fordóma, einhelti, ærumeiðingar og önnur álíka leiðindi sem engum finnst skemmtileg.
Það bannar þig enginn fyrir smá hálfvitaskap svo lengi sem þú skaðar engan annan, en það er þín eigin smæð.
Einfaldlega ef það er eitthvað sem þú vilt að sé breytt, endilega koma því á framfarir, það er gott að heyra frá einhverjum ef það er eitthvað að, við gerum allt sem í okkar valdi til að gera áhugamálið sem best og dvölina á því sem ánægjulegasta :), og það tekst best með hjálp með aðstoð frá öðrum hugurum, en það erum við öll sem sköpum áhugamálið jafn mikið, við eru meinfaldlega í eftirlitsstöðu og með framkvæmdaráð, og við framkvæmum eftir vilja hins almenna notenda :D