Búinn að spila hunter frekar lengi núna og eins og fyrrnefndur aðili þá var ég líka í guildi pre tbc sem clearaði BWL MC, AQ40 og 3 bossa í Naxxramas og ég var alltaf velkominn í raids (var bara venjulegur member).
Núna í TBC byrjaði ég hægt og joinaði síðan guild sem var með kara & gruul á farm og aðeins hydross í SSC. Rétt áður en ég hætti í því guildi hafði ég verið promote-aður í officer þar fyrir góðan skilning og góða spilun.
Síðan transferraði ég mig á annan server og joinaði nýtt guild þar sem við erum núna 5/6 SSC og 3/4 TK. Eftir að hafa verið í guildinu í 3 vikur var ég promote-aður í officer og hunterinn sem hafði verið officer demote-aður því þeir sáu of mikinn mun, bæði á raid attendancy, skilningi á tactics & overall skilli.
Þannig eins og staðan er núna er ég officer í þessu guildi og kem oft meðal efstu / efstur á damage en það er einmitt það sem þeir bjuggust ekki við þegar ég joinaði guildið.
Ég spila nánast undantekningalaust í Beast Master specci (41/20/0) í raids og það skilar mjög góðum árangri í SSC (þrátt fyrir að það sé ekki auðvelt að ná top damage á Lurker/Leo með þessu specci en á öðrum bosses er það vel doable). Einnig hef ég tekið eftir því hjá Forte(EU Alliance guild á Kazzak) að þeirra hunter kom #2 á Illidan(Maa) og var sá BM og síðan var þeirra survival hunter(Topcat) #7 í þessum fight.
Persónulega hef ég ekki mikla reynslu af Survival specci(enga í TBC reyndar) en frá því að lesa mér til um það á forums og samkvæmt eigin skynsemi þá er það mjög gott dmg boost fyrir aðra raid classa(t.d. hunters, rogues, fury warriors) og þ.a.l. eru _flest_ top guilds að nota 1 BM og 1 Surv hunter í raids þó Nihilum sé þar undantekning þar sem þeir nota einungis einn hunter, Ahoq, sem spilar í Survival í raids.
Á Nihilum forums hefur Ahoq og aðrir raiders þar verið að tala um hversu ógerlegt það er fyrir survival hunter að ná top damage á flestum boss encounters og þ.a.l. dreg ég ályktun mína að BM specced hunters eigi auðveldara með að ná high damage heldur en Survival hunters en surv hunters eru með overall betra damage boost fyrir raidið.
En yfir allt þá finnst mér hunters vera mjög skemmtilegur class og getur verið challenging að spila ef þú vilt ná góðum árangri. PVP wise þá eru hunters ekki mjög sterkir í 2vs2/3vs3 arenas en þegar kemur að 5vs5 arenas koma hunters mjög sterkir inn. Á Blizzcon mótinu sem nýlega var haldið var sigurliðið TFO (US lið og þeirra lið heitir ekki TFO á US en getið þó leitað uppi guild nafnið þeirra sem er TFO) og þeir voru með eftirfarandi setup -> MM hunter(0/43/18)(Lucilius), Frost mage, Arms warrior, resto shaman & holy pala. Mér skilst að þeir hafi ekki tapað einum leikmanni í öllum af leikjunum og þarna hlýtur hver og einn að geta spurt sig hvort hunters séu ekki sterkir í PVP. Einnig er annað 5vs5 lið á EU (Serv; Twisting Nether, Battlegroup; Rampage) sem heitir Knockout og eru currently #2 með 2400 rating eða svo og þar er setuppið -> MM hunter, Affliction warlock, holy pala, disc priest & arms warrior.
Anyway, jáhh þetta er mitt álit á hunters í TBC.
____________________________