Þetta er alger snilld, 100 Mbps tenging sem er greind í sjónvarp, síma og Internet þannig að hver þjónusta er algerlega aðskilin og hefur ekki áhrif á aðra, Internetið með allt að 30 Mbps af þessum 100 og sami hraði í báðar áttir.
Ekki spurning að þetta er það sem tekur við af koparnum.
Tekurðu ekki símann yfir þetta líka og segir upp koparlínunni og hættir að borga af henni ?
Svo tekurðu sjónvarpið sömuleiðis og losar þig við örbylgjuloftnetið.
Allar rásir á Digital Ísland, eru inni á kerfinu, RÚV og RÚV+, Skjár 1 og allt það og myndleiga er að komast í gagnið.
Annars er ég ekki hlutlaus, vinn við ljósleiðara til heimila hjá Gagnaveitu Reykjavíkur, áður 8 ár hjá Símanum við ISDN og simnet ( og hugi.is og Skjálfta ).
http://www.gagnaveita.is/Forsida/Heimili/kv,
DaXes
aka Guðmann Bragi