ertu að reina að halda því fram að það þurfi ekki tactic til að drepa Onyxiu? Ætlaru þá að segja mér að hópur af level 60 spilurum sem vita ekkert hvað þeir eru að gera geti farið inn í onyxia's lair og drepið hana?
Þú hefur greinilega ekki gert onyxiu áður þannig að ég skal segja þér hvernig hún virkar.
Phase 1:
Onyxia er tönkuð af main-tank í fire resistance gear eða ekki, hefur sína kosti og galla að hafa fire res, optional einsog þeir segja. Það þarf að snúa henni með bakið í hellismunnann þar sem þú komst inn og main-tankinn þarf að standa með bakið upp að norður enda hellisins. RAidinu er skipt í tvent, helmingur austan megin við hana og helmingur vestan við hana. Main tankinn þarf svo að standa á 100% réttum stað til þess að knock-backið hendi honum ekki langar leiðir og þá annaðhvort buggi hana eða, sem verra er, snúi henni þannig að annar helmingur raidsins takið flame breath á meðan hinnhelmingurinn fær Tail swipe. Þess má til gamans geta að Onyxia er immune to taunt.
Phase 1 er easy-mode. Bara halda henni á réttum stað á meðan raidið nukar hana niður í 65%
Phase 2.
Núna fer þetta að verða skemmtilegt. Þegar Onyxia er komin í 65% fer hún að fljúga um hellinn. Þá er auðsjáanlegt að það er ekki hægt að tanka hana þannig að ranged dps verður að nuka hana niður í 40% eins hratt og hægt er.
Að mínu mati, það sem ég gerði alltaf, var að hafa rogues og warriors standa þétt upp við veggina hjá Whelp caves til að sjá um að drepa þá þegar að þeir spawna, þá hafa mages og warlocks meiri tíma til að drepa onyxiu.
Svo má ekki gleima því að ef fólk stendur og þétt sama í hópum þá gerir onyxia “Deep Breath” sem er bara einsog eitt stórt flamestrike frá magesum, nema gerir í kringum 6000 damage á alla sem standa í miðju herberginu. Alger killer.
Voru uppi margar sögusagnir um að ef þú heldur ákveiði mikið af DoTs-um á henni þá gerir hún ekki deep breath en það er ekki rétt. (hefur verið afsannað).
Phase 3.
Eina virkilega erfiða phasið við Onyxiu að mínu mati. Þá sést hversu góðann tank þið eigið.
Phase 3 er nánast einsog phase 1, Onyxia lendir í 40% og þá þarf tankinn að “picka hana upp” og tanka á sama stað og síðast. Raidið skiptir sér í tvent og fer á sama stað og í byrjun og við tekur erfiðasti kaflinn.
Það sem gerir þetta svo erfitt er að Onyxia er immune to taunt þannig að eftir allt nukið í phase 2 þá er erfitt að ná aggroinu. En það sem hjálpar er það að í phase 3 þá castar onyxia “Bellowing Roar” sem fearar alla í raidinu og wipar aggro af öllum. Þá þarf tankinn að vera tilbúinn að brjóta fearið með blood rage, reclessness, will of the forsaken eða deathwish. Main tankinn er sá eini sem má brjóta fearið því ef einhver annar gerir það þá getur sá hinn sami fengið aggro af onyxia og þar af leiðandi snýr onyxia sér að honum og getur Flame breathað helminginn af raidinu á meðan hún tailswipar restina.
Um leið og tankinn er kominn með steady aggro þá byrjar fólk bara að dps-a og klára hana.
Og ef að þetta er ekki tactic þá ert þú ekki wow-nörd, Tinytim.
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.