Sælir hugarar. Mér langaði til þess að segja ykkur frá guildinu mínu sem er á servernum Wildhammer eins og glöggir lesendur gátu kanski sagt sér með því að lesa titilinn á þessum korki.
Guildið var stofnað af mér vegna þess að ég hafði verið í fínu raid guildi sem krafðist þess að ég myndi raida 4 sinnum í viku. Ég gat það ekki þannig ég stofnaði þetta guild fyrir þá einstaklinga sem langaði að raida en gætu ekki staðið undir þessum minimum raid show up. Við höfum dafnað vel og erum með 5 raid á dagskrá yfir vikunna en það er undir fólki komið hvort þeir mæta eða ekki. Við höfum s.s. free show up. En við erum með skráningar kerfi og fólk þarf að skrá sig ef þeir vilja raida. Við höfum líklega farið 7 run í karazhan og höfum tekið attuman 3 niður ávalt í fyrstu tilraun. Við vorum í vandræðum með moroes en nú er hann fallinn og höfum við náð Maiden niður í 7%. Ég veit að þetta er ekkert ægilegt raid progress í heildina en þetta verður að teljast góður árangur per run. Við reynum að recruta einstaklinga yfir 18 ára aldurinn en erum tilbúnir að gera undantekningu niður í 16 ár ef einstaklingurinn hefur eitthvað sérstakt fram á að færa.
Við erum aðallega að leita eftir healing clössum núna s.s. resto druid, resto shamans, holy paladins, holy priest. Þó að þetta séu þeir klassar sem eru í forgang hjá okkur erum við tilbúnir að hlusta á allar umsóknir.
Ég vil benda líka á að við kjósum frekar skemmtilega einstaklinga frekar en gaura sem eru obsest á epic gear því eins og við segjum oft. einstaklingar fá reynslu og gear með því að raida en þú situr uppi með persónuleika þeirra á meðan þeir eru í guildinu og því betra að fá góða persónuleika og hjálpa þeim þá að fá reynslu og réttan gear.
Við erum núna 4 Íslendingar í guildinu og vildum við gjarnan sjá fleiri fljótlega.
Ef ykkur finnst þetta guild vera eitthvað sem myndi henta ykkur þá endilega sendið mér bara póst og spyrjið frekari spurninga. Ég veit að það erum margir þarna úti sem vilja raida en hafa kanski ekki alltaf tíma til að raida 3-4 sinnum í viku þannig hérna er lausnin kominn.
Þið getið skoðað forumið okkar sem er frekar plain. www.addiction.bbfunplus.com en það er verið að vinna í nýrri heimasíðu og ætti hún að verða tilbúinn eftir helgi.
Takk fyrir að hafa gefið ykkur tíma í að lesa þennan kork
Kv Neró GM of Addiction