Góðan daginn.

Ég er núna í tölvu sem er ekki mín tölva, það virðist eitthvað vandamál vera með WoW í henni. Ég hef spilað hann áður hér án vandamála en núna er eitthvað að.

Það sem gerist er að það virðist vera að öll grafíkin fokkist upp í leiknum þegar ég fer í hann, ég lagga ekkert eða neitt svoleiðis.

Til dæmis má taka að ef ég ætlaði að búa til nýjan character, þá sérst characterinn alveg 100% en bakgrunnurinn er einhvernveginn allur litlaus og fellur inní sig þannig maður sér lítinn mun hvaðan sem maður horfir á hann.

Þannig er þetta líka þegar ég logga inn í leikinn, nema að þar er characterinn fallinn inn í bakgrunninn líka?

Spurning hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að stylla einhversstaðar.

Einhver sem hefur lent í svipuðu, eða bara einhver sem veit ráð við þessu yfir höfuð?