Þetta er alveg rétt, ég hef einhverntíman spilað wow samfleytt í meira en 17 klst., en í því ástandi var ég í lani, þar sem ég skipulagði að hluta til lanið var ég búinn að kaupa in byrgðir til að vera með sem næst tölvunum t.d. snakk, gos, nammi, kex og svo var/er yfirleitt pantað pizzur sem eru borðaðar yfir tölvunum. Vegna þess að þetta eru allt strákar förum við yfirleitt eikka út eða opnum glugga/svala dyr til að lofta út. Auðvitað gerum við þetta ekki oft, einstaka helgi þegar allir eru í fríi og við getum komið saman til að vera, eins og fólk segir ,,Félagslega dautt". Ég álít ekki að þessi tölvuleikur minnki hjá mér möguleikana að kynnast fólki, komast á deit eða því um lýkt og finnst mér það vega mjög þungt á móti að ég drekki ekki, reyki ekki og neyti ekki eiturlyfja. Ef ég þarf/vill hætta í wow, geri ég það. Enginn og ekkert stjórnar mínu lífi nema ég og það er ég sem get ákvarðanir, hvað ég vill gera og hvað ekki. Jú ég hef gert mistök og tekið rangar ákvarðanir, en er einhver fullkomnari en ég fyrir vikið??
Enter takkin er ofmetinn ;) ;P