Hmm, sé að þú ert nýr í leiknum. Hver class hefur þrjú svokölluð “talent tré”, semsagt leiðir til þess að sérhæfa sig. Hjá mage eru þessi tré arcane, fire og frost. Hvert hefur sína kosti og sína galla. Þau eru kölluð tré vegna þess að til þess að ná upp í bestu hæfileikana þarftu að velja slatta af ekki jafn góðum hæfileikum, svipað og til að klifra upp í topp trés þarftu að klifra upp stofninn og greinarnar fyrst. Af þessum sökum velja flestir að sérhæfa sig mest í einu tré, oft samt með minna í einhverju öðru með. Þess vegna eru mages ekki bara mages, heldur frost mages, fire mages eða arcane mages (eins og ég t.d. :P). Drúídar eru ekki bara drúídar, heldur resto-drúídar, feral-drúídar eða balance-drúídar. Prestar eru almennt annaðhvort holy prestar eða shadow prestar, og svo framvegis.
Þannig að ef þú ert með flesta talent punkta í fire(eins og mér skilst), þá hefurðu réttinn til að kalla þig firemage :)
Peace through love, understanding and superior firepower.