Ég veit um nokkur dæmi um mjög ofbeldisfulla krakka sem fóru að spila CS. Með því að spila CS fengur þeir útrás og höfðu þá minni þörf fyrir að vera með ofbeldi gegn öðrum.
Ég þekki strák sem var vinur minn hér áður fyrr, svo spilaði hann óhóflega mikið af PS2 byssuleikjum sem og PC byssuleikjum og er svo hreinlega er hann orðinn léttgeðveikur í dag.
Að sjálfsögðu er ég ekki að alhæfa það að allir sem spili CS verði einhverjir spítfíklar sem æða út með byssu og skjóta foreldra sína.
Ég er að segja að í flestum tilfellum, þá aðlagast heilin umhverfinu (er að tala um krakka sem get ekki haldið sér á jörðinni) og þar sem ofbeldi er umhverfið, þá fer manneskjan að skilja að umhverfið snýst um ofbeldi og þá réttlætir það ofbeldið að
hans mati.
Þannig blekkir maður sjálfan sig með því að réttlæta ofbeldi, og verða hreinlega æstari/ofbeldisfyllri að eðlisfari.
- Að sjálfsögðu er hægt að nota CS, WoW eða aðra tölvuleiki/athafnir til að fá útrás á reiði sinni, en ef maður spilar hann meira þegar maður er ekki endilega reiður, þá verður maður reiður á tölvuleiknum sjálfum og vill fá útrás á einhvern annan hátt, s.s. líkamlegu ofbeldi á manneskju sem honum er illa við.
Svona, nú er ég búinn að koma með fyllilega góð rök og reynslusögur, hættu nú að reyna að afsanna staðreyndir og haltu áfram að lifa, glaður með að hafa lært eitthvað nýtt.