ég hef verið fastur í Counter-strike, Action Quake, Battlefield 1942, EvE, Warcraft III, Wolfenstein, Jedi Academy, World of Warcraft og svo loks Oblivion.
Tölvuleikir eru ekkert grín <_<
Hef þó haldið mér að mestu við Warcraft III og WoW fyrir utan Oblivion þó, síðustu 3 árin :P
Ég meina, ástæðan fyrir að ég hætti í Wolfenstein var WoW, ástæðan fyrir að ég byrjaði í Oblivion var að ég hætti í WoW.
Ástæaðn fyrir að ég byrjaði svo aftur í WoW var að skólinn var byrjaður og ég var hættur í Oblivion XD
Ég hef þó aldrei á ævinni skrópað fyrir tölvuleik, þó hef ég sleppt íþróttum, en ekki gert það seinasta árið.
Ef maður gefur íþróttum tíma, þá minnkar tíminn sem maður vill eyða í WoW, allavegana er það þannig hjá mér, að því meira sem ég er í íþróttum, því minna vill ég vera í WoW.
Ég var veikur í 5 daga, og nú er fyrsti dagurinn sem ég kemst í ræktina, og ég gjörsamlega fyllist eldmóði þegar ég kemst loksins í almennilega hreyfingu, sé að ég hef slakknað aðeins eftir veikindin, og ég vill gera allt til að koma mér aftur á sama ról.
Þessi eldmóður er ástæðan fyrir að ég er ekki í WoW núna, og ég ætla að taka mig á.