Í Grim - Total Annihilation,
Hvað heitir lagið í lokinn ? fann engan playlist
Myndbandið: http://video.google.com/videoplay?docid=-3639329295421373779&q=Grim
takk takk
Í fyrsta lagi, eins og minnst er á í fyrrnefndum korki, þá er nokkuð áreiðanleg leið til þess að finna nafn á lagi ef maður hefur t.d. smávegis textabút, svo ekki sé minnst á ef höfundurinn er þekktur líka:
Þegar spurt er “Hvað er lagið?” og svo kemur á eftir einhver svolítill textabútur má t.d. slá inn textabútinn innan gæsalappa og svo á eftir kemur “lyrics” - þá utan gæsalappa. Þetta færir venjulega einhverjar niðurstöður sem innihalda nafn á hljómsveit og lagi.
Dæmi: Þekktur er textabúturinn: “what you gonna do with all that junk, all that junk inside your trunk?” Til þess að létta google (og þar með sjálfum þér) lífið, er best að hafa textabútinn sem stystan og helst þann bút sem er auðveldast að stafsetja, t.d. ef líklegt er að notaðar eru óformlegar stafsetningar (“going to”, “gonna”, “gon'”) - svo hér væri það e.t.v. “all that junk inside your trunk” - ekki hafa miklar áhyggjur af greinarmerkjum. Ef líklegt er að frasinn sé algengur í öðru en þessu lagi og þetta er t.d. óalgengt lag, þá má bæta við orðinu “lyrics” (“texti”) utan gæsalappa, það skilar oftast betri árangri.
Svo í þessu tilviki yrði leitin:
Kóði"all that junk inside your trunk" lyrics
sem mundi svo skila ýmsum niðurstöðum þar sem auðveldlega má finna eitthvað eins og “Black Eyed Peas - My Humps” með því að renna augunum yfir niðurstöðurnar.
Ég ætlaði að setja inn nokkur fleiri dæmi um hvernig skal leita að t.d. manneskjum eftir ýmsum upplýsingum eða hinu og þessu en sannleikurinn er sá að flest byggist þetta á sömu hlutum og hér voru nefndir. Það er helst ákveðið innsæi sem kemur með æfingunni sem hjálpar fólki að gera sér grein fyrir því hvaða leitarorð og -frasar virka til að finna rétta niðurstöðu. Stundum má t.d. tína til nokkra hluti sem gætu tengst þeirri síðu eða þeim upplýsingum sem leitað er að, stundum þarf að fækka þeim.
Oft þarf að gera nokkrar tilraunir með stafsetningu, lengd, mismunandi orð o.s.frv. Þrautseigjan blífur og æfingin skapar meistarann.