Mm.. en þetta sem þú ert að tala um eru mismunandi race (Kynstofnar).
Fyrst þegar þú kemur í leikinn ferðu í “Create New Character”.
Þá fyrst og fremst velurðu þér faction (lið) til að vera í, og í hverju faction eru 4 race (kynstofnar) og svo er það fimmta í hvoru liði sem þú getur ekki valið því það kemur í aukapakkanum sem kemur 16. Janúar.
Alliance: Dwarf, Night Elf, Human og Gnome
Horde: Tauren, Undead, Orc og Troll
Þar á eftir velurðu þér class (tegund) af kalli sem þú villt verða. Classarnir (tegundirnar) sem þú getur valið þér um eru 9 talsins.
Hvort lið hefur 5 kjarna-clöss (tegundir) til að velja um sem eru:
Warlock: Seiðkarlar sem geta kallað fram allskyns tegundir af djöflum til að aðstoða sig við að drepa allt sem stendur í vegi fyrir þeim. Geta aðeins verið í cloth (eða veikasta armor gegn návígi)
Warrior: Stríðsmenn, segir sig nokkurnvegin sjálft :) Hafa sterkasta armor og geta notað öll vopn í leiknum.
Rogue: Þjófar (myndi ég giska á), hafa stealth (ósýnileika) og eru mjög góðir í að koma óvini sínum að óvörum og hitta mjög hátt. Nota leather (leður) sem er næst-veikasti armor gegn návígi og hafa mjög gott úrval af vopnum að velja úr.
Hunter: Veiðimenn, byggast mest á ranged (boga-byssu hæfileikum og geta fangað dýr til að fylgja sér fyrst og aðstoða í level 10. Nota leather (leður) fram að lvl 40 og fá þá uppfærslu upp í mail (málm armor) sem er sá næst sterkasti.
Priest: Prestar, byggast mest á að heala (endurfylla líf vinar). Mæli ekki með því að byrja með priest því það class (tegund) byggist mikið á að þurfa aðstoð frá öðrum. Geta aðeins verið í cloth (eða veikasta armor gegn návígi)
Druid: Kann ekki alveg þýðinguna á druid en þeir eru svona nokkursskonar shape-shifters (geta breytt um form) og geta breytt sér í alls kyns skepnur fyrir mismunandi aðstæður. Nota leather (leður) sem er næst-veikasti armor gegn návígi og hafa mjög gott úrval af vopnum að velja úr.
Svo loks eru það class sem hvort lið hefur aðeins
Horde-Shamans: Töfralæknar sem geta galdrað healað og barist í návígi og eru í rauninni færir á öllum sviðum. Nota leather (leður) fram að lvl 40 og fá þá uppfærslu upp í mail (málm armor) sem er sá næst sterkasti.
Alliance-Paladin: Paladin er svipað og shaman nema að þeir geta verið í sterkasta armor í leiknum og byggist mest á healing og návígis bardaga. Hafa sterkasta armor og geta notað öll vopn í leiknum.
Svona til að enda þetta þá mæli ég með Rogue, warlock eða Hunter til þess að byrja með. En það er bara ég afturámóti þú velur það alveg sjálfur.
Vona að þetta nýtist þér eitthvað :)
Bætt við 6. janúar 2007 - 19:33
Verður að afsaka en ég gleymdi Mage sem er einnig hluti af kjarna-clössum (tegundum).
Mage: Galdrakarlar sem hitta mjög hátt og eru mjög færir í að sleppa frá óvini og festa þá og hægja á þeim á ýmsa vegu, geta einnig teleportað (fært sig?) á milli höfuðborga og einnig gert portal fyrir vini. Geta aðeins verið í cloth (eða veikasta armor gegn návígi).