Ef þetta fyrstur dæmi er virkilega að angra þig þá mæli ég með því að þú haldir þig einfaldlega frá mannlegum samskiptum yfir höfuð þar sem ef svona smávægilegur hlutur angrar þig þá get ég ekki ímyndað mér að þú gætir umgengist fólk hvort sem er á vinnustað eða heima hjá þér.
Í fyrsta lagi, þetta er ekki smávægilegur hlutur. Hvert sem ég fer eru hálfvitar að springa úr athyglissýki og ég er kominn með leið á því, þetta er reyndar viðbjóðslega stórvægilegur hlutur og tilgangsleysið og athyglissýkin í holdi klætt. Í öðru lagi, ef einhver er með hálfvitaskap í kringum mig á vinnustað eða heima hjá mér þá sit ég ekki í hljóði heldur segi ég eitthvað ef ég hef einhver rök með mér. Eins og ég sagði, hættu þessum gjörsamlega fáránlegu getgátum um hvað ég get og get ekki og hvað mér finnst, þetta er augljós tilraun til þess að móðga mig. Þú ert að kalla mig fatlaðann í samskiptum.
Þú getur ómögulega séð það já?
Myndi aldrei skapast umræða um þetta nema út af því að fólk þarf alltaf að taka hluti nærri sér, þó svo það sé engin ástæða til þess.
Það er eins og fólk á huga fái borgað fyrir að vera biturt.
Þú ert að kalla mig dramadrottningu og bitrann. Kannski meira svona að gefa það í skyn en þetta á við mig og það er ekki hægt að taka þetta ekki til mín þar sem þetta er mjög svo augljóst.
Þetta er ekki ,,einfalt grín." Enginn segir þetta til þess að vera fyndinn því þetta hefur ekki neitt með neinskonar húmor að gera. Þetta er athyglissýki, fólk les vanalega fyrstu svörin í greinum og korkum og margir vilja bara troða sér inn til að fólk taki eftir þeim. Þeir hafa í raun ekki neitt að segja og bæta engu við umræðuna, þeir vilja bara athygli. Þetta er hálfvitaskapur, það er augljóst.
Og varðandi það að ég hafi verið að taka þetta eithvað nærri mér þá er það frekar langsótt
Þú tókst það að við skulum pirrast yfir þessu nákvæmlega jafn nærri þér og við tókum hans hálfvitaskap nærri okkur. Ég sé engann mun, ég nota bara ekki broskalla og er ekki að reyna að fegra það sem ég segi, ég segi bara það sem ég meina og segi andskotinn og fjandinn ef ég vill leggja áherslu á eitthvað.
Í fyrsta lagi, ég er ekki reiður heldur pirraður. Í öðru lagi, ósammála hverju? Því að þér finnist gaman af því að drepa tímann með því að rökræða?