Bilun kom upp í Cantat sæstrenginn um hálf tólfleytið í kvöld. Ekki er vitað hvað veldur sambandsleysinu en unnið er að bilanagreiningu. Bilunin hefur óveruleg áhrif á talsímaumferð hjá fyrirtækinu en minnkar afkastagetu Símans á Internetinu þar sem bandbreidd til útlanda minnkar.”
Hugsanlegt að sæstrengurinn verði ‘niðri’ í 2-3 vikur skv. nýjustu fregnum af mbl.is -> http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1242030 Fyrir þá sem eru hjá hringiðunni(m.a. ég) er allt samband til útlanda rofið núna og verður svo lengi sem sæstrengurinn er ekki í lagi en veit ekki með önnur netfyrirtæki á landinu. Vonandi að það komi eitthvað bráðabirgða á meðan ef þetta mun taka svona langan tíma ;/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..