Bætt við 16. desember 2006 - 23:46
OG msn
Mister sandman Bring me a dream,Make him the cutest i ever seen.
Cantat-3 jafnvel óvirkur í 2 til 3 vikur
Hugsanlegt er að Cantat-3 sæstrengurinn verði óvirkur í 2 til 3 vikur. Bilun er í stengnum milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi á um 3000m dýpi. Líklegt er að kalla þurfi út viðgerðarskip vegna bilunarinnar.
Rof hefur orðið á allri fjarskiptaumferð um Cantat-3 sæstrenginn. Strengurinn bilaði í gærkvöldi en hann liggur frá Kanada til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands, með greiningum til Íslands og Færeyja. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Farice að bilanagreining bendi til þess að um svokallaða einangrunarbilun sé að ræða, sem valdi því að ekki sé hægt að flytja rafmagn til búnaðar á strengnum. Bilunin er milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi, á um 3000m dýpi.
Í tilkynningunni segir ennfremur að þó reynt verði að koma á sambandi til bráðabirgða sé líklegt að kalla þurfi til viðgerðarskip til að gera við bilunina, þannig að hugsanlegt sé að Cantat-3 strengurinn verði óvirkur í 2-3 vikur.
Viðskiptavinir Farice á Íslandi og í Færeyjum hafa notað bæði Cantat-3 og Farice-1 sæstrengina fyrir flutning fjarskiptaumferðar sinnar og segir í tilkynningu að truflanir af völdum bilunarinnar veðri því ekki mjög alvarlegar hjá þeim, en þó megi búast við hægari Internetumferð.
Búast megi þó við að aðrir þjónustuaðilar, sem einungis hafi notað Cantat-3 fyrir umferð sína, verði fyrir verulegum truflunum og jafnvel algjöru rofi þar til gert hefur verið við bilunina.