Það fer náttúrulega eftir því hvar þú ert að lagga, hvernig þú laggar og hvernig tölvan þín er.
Orgrimar og Ironforge lagg er eitthvað sem mjög margir lenda í og orsakast af miklum fjölda spilara sem hanga á sama staðnum. Þetta getur verið eðlilegt þó þú sért með stórt minni og gott skjákort.
Ef þú ert höktandi í tíma og ótíma þá er líklegt að þú þurfir stærra minni. Flestir sem spila leikinn eru sammála um það að 512mb séu ekki nóg og geta ekki spilað án þess að hafa 1G. Sumir sleppa með 512, en ég laggaði t.d. mjög mikið.
Ef viðbragðstíminn á kallinum þínum er slappur, t.d. ef það líður langur tími frá því þú gerðir eitthvað þar til það gerist á skjánum, þá er líklegt að netið sé eitthvað hægt hjá þér.
-