Jæja, hér kemur enn annar gríðarlegur lore-fucker frá mér, hef reyndar ekki sent neinn inn í langan tíma, þarf samt að finna mér eitthvað betra að gera =P. Þessi grein fjallar um the War of the Ancients, eða hina fyrstu innrás the Burning Legion í Azeroth og hina mjög svo vafasömu tímalínukenningu sem tengist henni.
Þetta var líklega umfangsmesta stríð í sögu Azeroth, enda voru afleiðingarnar The Sundering sem sökkti meirihlutanum af landmassa Kalimdor í gífurlegum galdrastormi. Metsöluhöfundurinn Richard A. Knaak gerði trilogíu um stríðið sem er langnákvæmasta lýsinging á atburðum, nema að hans saga er upphafið á The Alternate Timeline sem er augljóslega ekki eins og sú upprunalega. Málið er að fyrir algjöra slysni voru þrjár umfangsmiklar persónur frá tíma The Second War, Broxigar, Rhonin og Krasus eða Korialstrasz færðar aftur um tíma vegna einhverskonar röskun á jafnvægi tímans, þ.e.a.s. ákveðið afl sem Nozdormu barðist við. Allir þessir Karakterar lenda svo í Kalimdor rétt fyrir byrjun stríðsins og hafa gífurleg áhrif á það, og í leiðinni breyta tímalínu heimsins. Rhonin hafði meðal annars mikil áhrif á Illidan sjálfann Stormrage, sem átti til með að breyta miklu um hvernig rættist úr honum Illidan okkar. Ekki er mikið vitað um hina upprunalegu tímalínu enda gerist öll núverandi Warcraft sagan í the Alternative Timeline, en það er vitað að the Burning Legion var einnig sigruð þá. Hinsvegar er ekki vitað hvernig hin seinni Árás the Burning Legion fór í the Original Timeline, en atburðirnir í the War of the Ancients höfðu mikið áhrif á hvernig fór í AT, þannig að Azeroth gæti vel hafa verið eytt í hinni upprunalegu. Þetta er allt orðið frekar ruglingslegt, en ég reyni að halda þessu skiljanlegu (ætti kannski bara að kenna okkur að varast tímaflakk og allt sem tengist því :p)
Ég ætla ekkert að fara nánar út í atburðarásina í the War of the Ancients, sem er mjög svo áhugaverð þannig að ég hvet bara fólk til að kaupa bækurnar í Nexus og drullast til að lesa þær, en langaði svona aðeins að beina athyglinni á þetta enda vita flestir að sú Azeroth sem við spilum í eins og stendur gerist í nokkurskonar alternative dimension. Það hefur verið deilt um hvort nútíma Azeroth gerist í Alternative eða Original Timeline, en Blizzard hefur staðfest að War of the Ancients Trilogy eða AT sé ‘sanna’ atburðarásin eða hin sanna tímalína.