Fjórða símtalið mitt frá því fyrir helgi til þeirra í símanum.
Alltaf sama sagan, fyrst er manni sagt að það sé ekkert vandamál, sem að er að sjálfsögðu alrangt. síðan fær maður þá skýringu að serverarnir hjá blizzard séu í einhverju ólagi. Þá bendi ég þeim á að vandamálið virðist einskorðast við Ísland, og nánar tiltekið, notendur símans (hafði samband við tugi erlendra notenda).
Þegar maður er búinn að hrekja þessa aðra fullyrðingu þeirra símamanna, þá er maður spurður út í hraðann á heimatengingunni. En ég er búinn að pinga út um allan heim og innan lands… nei, vandamálið er bara tengingin: |síminn - wow-eu serverar|
Eftir að hafa reynt að ljúga þrisvar að mér fékk ég skýringuna á vandamálinu loksins:
Starfsm. “Þetta er tímabundið vandamál”
Ég “og er einhver ETA á lausn þessa vandamáls?”
Starfs, “nei, því miður”
Ég “Jæja, lítið sem ég get gert í því. Takk fyrir”
Þannig að kæru hugarar, hérna höfum við ástæðuna fyrir þjáningum okkar, hún er tímabundið vandamál