Ef að þér finnst allur tíminn í BWL/MC hafa verið fyrir ekkert þegar þú sérð að stafrænu hlutirnir verði ekki góðir þegar seinna kemur, þá þykir mér þú ekki skilja skemmtanagildið í leiknum.
Tölvuleikir eru gerðir til að skemmta sér, ekki til að vinna. Tíminn í MC/BWL var skemmtilegur, það fannst mér allavegana. Það mun koma eitthvað betra, það mun alltaf koma eitthvað betra, sama þótt það sé nýr instance eða The Burning Crusade, það kemur alltaf eitthvað betra en maður hefur núna.
Mér finnst að maður eigi að spila World of Warcraft til þess að skemmta sér, ekki til þess að eiga bestu hlutina. Þú hefur kannski aðrar skoðanir, en mér finnst að þú eigir að íhuga þetta.
Ég tók mér smá pásu frá WoW, og er reyndar byrjaður aftur. Casually. Og ég verð að segja að þegar ég lít aftur í tímann þar sem ég var að safna hlutum, þá sé ég ekkert eftir þeim. Það sem ég man eftir er hversu gaman það var að drepa nýja endakalla og hafa skemmt sér með fullt af fólki í MC/BWL :).