Haha…. man nú eftir þeim dögum þegar maður var noob :þ.
Til að byrja með, þá hljóp ég í kringum kallana eins og madman, því ég hélt þeir myndu síður hitta mig, og ég labbaði að þeim því ég hélt ég myndi lemja fastar ( ég hafði bara spilað Eve áður en ég spilaði wow ).
Svo var líka skemmtilegt þegar ég var í The Valley of Trials ( orc & troll byrjunarsvæðið ), og ég datt niður einhvern klett. Eftir fallið var ég umkringdur level 16 mobs, og ég hljóp út í sjóinn, og var allt í einu kominn í ratchet. Mér tókst að labba heim þó, eftir mörg corpse runs ( Maður fékk ekki hearthstone fyrr en maður var kominn að sínum fyrsta inn á þessum tíma ).
Ég hitti einn player á nooba tímabilinu mínu, hann Ogarr. Hef verið í sambandi við hann síðan þá. Við vorum búnir að levela saman upp í level 14, og hann þurfti að finna ratchet ( vorum í the barrens og búnir að vera þar lengi ). En þar sem eina reynslan mín af því að komast í Ratchet, var að hoppa fram af Valley of Trials, synda þaðan upp að Ratchet, þá varð það leiðin sem ég sýndi honum til að komast í Ratchet.
Á þessum tíma byrjaði ég að spila hunter, en hann var mjög nerfed ( engir talentar, og ekkert aimed shot útaf því, og classinn nerfaður yfirleitt, á level 15 var erfitt að drepa level 16 armored mob ). Þess í stað byrjaði ég að spila warrior. Ninja looting var reyndar aldrei eitt af því sem ég gerði því ég mun ávallt muna það þegar að prestur nokkur ninjaði skjöldinum sem ég átti að fá, því hann ætlaði að gefa guild mate -_-. En svo var mál með vexti, að á warriornum “kunni” ég að tanka. Eina málið var að þegar ég gerði það, þá var 2 handerinn alltaf uppi.
Mér fannst það líka nokkuð skondið, að þegar ég komst upp í level 34 á warriornum, þá keypti ég mér geðveikt vopn. Hvíta 2 hander sverðið frá weaponsmith vendornum í Orgrimmar! Þegar ég gerði það reyndar, þá klikkaðist guild leaderinn minn og sagði mér að ég gæti auðveldlega fengið betra vopn úr instance. Ókeypis.
Og það gerðist nú. Ég fór í RFK, og fékk Corpsemaker, sem er mjög ágætt vopn. Hinsvegar næsta dag, þá kom plástur. Það var plásturinn sem nerfaði warriora til helvítis, plásturinn sem gerði þá lélega áður en relase kom. Þeir urðu reyndar aðeins betri í relase, en menn sem spiluðu warrior til að byrja með í relase vita vel hversu slappir þeir voru.
Eftir þá atburði deletaði ég warriornum, og gerði nýjan mage, mage-inn Geldingur. Þá var maður nú orðinn pro, orðinn alliance ( vondu kallarnir, sem voru betri ), og mage-inn pewpewaði nú alltsaman.
Ég held að það séu ekki fleiri nýliðasögur af mér, vonandi fannst ykkur þetta skemmtilegt ;).