Ég hef ekkert á móti gnomes. Nákvæmlega ekkert. Ókei, það er pínu pirrandi að targeta þá því þeir eru litlir en það er allt í lagi.
Það eru Night Elves sem ég fyrirlít. Ég held að allir í guildinu mínu, amk flestir, drepi night elf rogues og hunters on sight. Ástæðan? Night elves eiga að vera nánast útdauðir, sjaldgæfasta raceið í leiknum. Kommon, þeir hættu að geta fjölgað sér fyrir mörg þúsund árum síðan. En nei. Þeir eru algengasta raceið. Allt út af böns af 12-14 ára óþroskuðum wannabe Legolas strákpöttum. Nokkrir vinir mínir spila á RP serverum, þar eru það alltaf night elves sem eru líklegastir til að roleplaya EKKI. Af hverju hunters og rogues? Því að það eru tveir algengustu classarnir meðal þeirra og þeir sem eru líklegastir til að ganka allt sem í vegi þeirra verður. Óþolandi gaurar.
Það getur verið að einstaka álf-bjáni sé ekki svo mikill bjáni, en þeir eru hverfandi fáir. Hmm, kannski eru það bara þessir örfáu sem eru sannir night elves og endurspegla þennan forna og nánast útdauða kynstofn? Hinir eru þá.. ég veit ekki. Humans með grímur og spock eyru?
Point being: Ég hata night elves.
Peace through love, understanding and superior firepower.