Fer alltsaman hvað þér þykir gaman.
Mage er galdramaður sem gerir mikinn skaða með göldrum á andstæðinginn, en er frekar veikur fyrir skaða sjálfur og deyr hratt, en er mjög öflugur að gefa frá sér skaða.
Priest er læknir, sem gefur öðrum orku, hann getur líka gert skaða með göldrum en ekki jafn öfulega og mage. Priest þykir yfirleitt ekki skemmtilegur sem fyrsti class.
Warlock er einnig galdramaður, sem sérhæfir sig í svartagaldri, hefur 4 misjöfn gæludýr sem hafa sérstaka eiginleika. Ekki auðveldur class, en ætti ekki að vera of erfiður fyrir byrjendur ( ef þeir hafa spilað leiki eins og WoW áður ).
Hunter er mjög skemmtilegur class sem hefur pet eins og warlock, hann notar boga og byssur og sérhæfir sig í að gera skaða úr fjarlægð. Nokkuð góður byrjenda class.
Rogue classinn er sennilega sá nýliðavænasti, en þú berst í návígi sem rogue, getur gert þig ósýnilegan og gert mikinn skaða á móti einum óvin. Ekki mjög flókinn class.
Warrior er líkur rogue á þá vegu að hann berst í návígi líka. Warrior er fjölbreyttari class, og hefur möguleikana að gera skaða, taka skaða eða lemja marga í einu. Auðveldur class, en erfitt að verða mjög góður með honum.
Shaman galdrakall og kall sem berst í návígi. Hann er “jack of all traits” sem þýðir að hann er góður í öllu, mjög fjölbreyttur, þæginlegur og ekki mjög flókinn class. Nýliðar eru oft mjög góðir sem shaman.
Paladin er líkur shaman, en hefur ekki jafn marga galdra til að gera skaða, en hann er með háan armor eins og warrior í staðinn, sem shaman hefur ekki. Fremur einhæfur class, en skemmtilegur til að byrja með.
Vona að þetta hafi geft þér smá hugmynd um hvað þú vilt.
Veltu það sem þú heldur að þú hafir mestu ánægju af að spila, ekki þann sem þú telur endilega auðveldastan :).
Valið er þitt.