Þú mátt alveg halda áfram að setja inn hér ef þú hefur einhverjar spurningar.
Spurningar um World of Warcraft eiga reyndar einnig heima á World of Warcraft korkinum, og eflaust fleiri sem lesa hann.
Hinsvegar eru margir sem hafa ekki það hugarfar og segja að það eigi frekar að nota hinn korkinn, en ef allir hugsuðu þannig myndi enginn lesa þennan kork :).
Í sambandi við spurninguna þína, þá fer það allt eftir því hvað þér finnst gaman, hvernig hluti þú ert með og hvað þú ætlar að gera.
Ef þér þykir gaman að galdra og meiða með göldrum, þá er elemental mjög sniðugt, og ef að hlutirnir sem þú ert með eru með mikið af +spell damage, intellect eða aðra stats sem auka skaðann þinn með göldrum er elemental mjög gott val.
Enchantment er meira uppá close combat/melee, þar sem að gamanið liggur í því að lemja óvininn í stað þess að galdra hann niður. +strength/agility, +critical chance eru mjög góðir stats fyrir enchantment shaman. Ef eitthvað af þessu passar við þig ættirðu eflaust að njóta þess að vera enchantment shaman :).
Þitt er valið, og ég mæli með því að velja ávallt það sem þér finnst skemmtilegast.