En vona þetta séu góðar fréttir fyrir hardcore fans.
Þeir sem óttuðust að World of WarCraft væri eini leikurinn sem Blizzard Entertainment væri að einbeita sér að þessa stundina geta andað léttar, því á E3 staðfesti Paul Sams, varaforseti Blizzard, að þeir hefðu fleiri en einn leik í framleiðslu. “Það sem að utanaðkomandi fólk sér — og er í raun hið rétta — er að við einbeitum okkur að því sem er málið hverju sinni, en við leggjum tonn af aukaeinbeitingu í hina leikina sem við erum að framleiða,” sagði Paul Sams í viðtali við fréttasíðuna GameSpot.
Paul Sams staðhæfði að World of WarCraft og WarCraft serían væri ekki eina og síðasta serían sem þeir ætluðu að nota. Þeir hefðu tvær mjög mikilvægar seríur til þess að vinna úr. “Diablo og StarCraft serírnar eru einnig afar mikilvægar fyrir okkur. Ég væri heldur ekki hissa á að sjá nýja seríu frá okkur einhvern tímann í framtíðinni, það er eitthvað sem okkur langar til að gera.
Það er því nóg að gera hjá Blizzard Entertainment. Í mars síðastliðnum gáfu Blizzard frá sér hljóða tilkynningu um að StarCraft: Ghost væri ekki lengur í framleiðslu, en hann átti að koma á PlayStation 2 og Xbox. Ástæðan er sögð vera sú að þeir vildu frekar snúa sér að framleiðslu leikja fyrir næstu kynslóð leikjatölva og var það einnig staðfest í einu viðtali á E3. Einhverjir leikir Blizzard gætu því komið á Xbox 360 eða PS3 en þeir hafa enga ákvörðun tekið um hvora vélina þeir muni styðja.
Ætli nýji stjórnandanum lítist ekki á þetta? xD
:D