Ég fékk leið á wow í byrjun Janúar og eyddi þá lvl 60 druidinum mínum sem var með 28 daga í played, fyrir mér var þetta ein skemmtilegasta upplifun í heiminum, að questa með vinum sínum í gegnum netið, drepa bosses og fá rare items fyrir vikið.
En fyrir mér er wow eins og sterkt fíkniefni, ( as sad as it may sound ) og ég get bara ekki spilað hann lengur. Ég verð háður mjög auðveldlega og get ekki hætt að spila hann ef ég byrja, og eftir að ég er búinn að spila leikinn þá verð ég frekar mikið niðurdreginn.
Eftir að hafa séð öll þessi myndbönd með þessum lvl 60 gaurum að deleta öllum sínum epics þá hef
ég ákveðið sjálfur að hætta fyrir fullt og allt.
Ég er ekki að segja að allir ættu að hætta þessu, þetta er bara mitt vandamál og ég verð bara að horfast í augi við það, ég segi skemmtið ykkur í world of warcraft og takk fyrir mig :)
http://video.google.com/videoplay?docid=-346948809570825196&q=goodbye+wow
http://video.google.com/videoplay?docid=-7320193692512447072&q=drakedog+last+video
http://video.google.com/videoplay?docid=-6940922750430194858&q=goodbye+wow