Ég ætla bara að svara vangaveltum yfir því afhverju ég er stjórnandi hér í mjög stuttu máli, menn hafa verið að hugsa mikið um þetta og skiljanlega getur ykkur þótt skrítið að maður sem að hefur lítið sent hér inn sé allt í einu stjórnandi hérna, ég ætla að reyna að útskýra það fyrir ykkur.
Menn hafa verið að tala um að það séu aðrir hérna inná sem hefðu átt þessa stöðu skilið, það getur bara mjög vel verið og ég efast ekki um það að margir í þeim hópi sem stunda /blizzard eigi þessa stöðu skilið og myndu skila henni ágætlega frá sér.
En það vill þannig til að ég bað um þessa stöðu á /blizzard því að ég hef mikinn áhuga á starcraft, warcraft og Diablo. Við höfum alveg nóg af WOW nördum og þetta áhugamál snýst voða mikið um WOW og ekkert að því. Ég afturámóti vil koma með eitthvað nýtt, fresh, auka breiddina hérna inná.
Ég hef verið stjórnandi á huga mjög lengi, nokkuð langur tími síðan að ég varð stjórnandi á /skak þó ég sé löngu hættur í skák.
Ég spila ekki wow enda þarf ekkert annan stjórnanda með sérþekkingu á wow, að mínu mati þarf einhvern sem fer yfir umræðurnar hér, reynir að halda þessu áhugamáli þursalausu og samþykkir/neitar á hverjum degi.
Eins og skarpir menn tóku eftir fór ég yfir heilan bunka af myndum í gær, neitaði/samþykkti um leið og ég komst hér að, þannig að myndabunkinn hefur minnkað töluvert.
Ég skellti saman einni grein um Diablo í þeirri von um að fleiri hérna fari að senda inn slíkar greinar, t.d notandinn bjarkie (ef mig mynnir rétt) segir að það séu fullt af notendum sem myndu gera Diablo og starcraft/warcraft hátt undir höfði en veistu, ég sé þá ekki vera að því sem notendur.
Einnig vil ég leiðrétta þann misskilning að þetta hafi verið stjórnendastaða sem var auglýst eða að ég sé hér sem replacement fyrir Vilhelm, því það er ég ekki og ég er allt öðruvísi stjórnandi en hann.
Vonandi að þetta hafi hjálpað ykkur eitthvað