http://www.wow-europe.com/en/burningcrusade/townhall/draenei.htmlLestu betur það sem þarna kemur fram. Í stuttu máli: Einu sinni voru Eredar tiltölulega venjulegur kynþáttur í heiminum Argus. Sargeras sá möguleika á að nýta þá og hafði samband við þrjá leiðtoga þeirra, Archimonde, Kil'Jaeden og Velen. Þeir tveir fyrrnefndu þáðu boð Sargerasar um gífurleg völd og mátt gegn því að ganga til liðs við The Burning Legion. Velen sá einhverja maðka í mysunni, en neiddist til að flýja með þá Eredar sem vildu fylgja honum, og kölluðust þar með Draenei, eða Hinir Útlægu. Þeir settust á endanum að í Draenor. Eins og flestir sem hafa kynnt sér forsögu Warcraft heimsins vita spillti The Burning Legion orkunum sem þar bjuggu og nær útrýmdu Draenei.
Svo já, tæknilega séð eru Draenei Eredar. Á nákvæmlega sama hátt og Blood Elves eru tæknilega séð High Elves, fyrir utan að High Elves dóu svo gott sem út, en Eredar urðu vondir og mun öflugri en Draenei. Bara spurning um nafngift.