Yfirleitt er það stutt bann fyrir fyrsta brot, 3-7 dagar, lengra við næsta. Löng bönn eru gefin við fyrsta brot ef það er alvarlegt brot.
Með skoðanakannanirnar, þá nenni ég ekki að gefa útskýringar við öllum þeim höfnunum því ég fæ hreinlega svo mikið af könnunum sem hafa annaðhvort birst áður eða eru uppfullar af villum… það er t.d. lágmark að hafa sögn í spurningum en ekki bara nafnorð og svo slatta af spurningarmerkjum. Einnig má stafsetningin í svörum og spurningum vera yfir meðallagi.
Bann á Huga fer allt eftir grófleika brotsins. Held að það sé nokkuð svipað í leiknum, guild member gat ekki talað í 3 daga því hann var að ljúga af núbbum.
–
Ef það er svipuð könnun í bið, þá kemst þín ekki inn. Ef hún er illa gerð, þá kemst hún ekki inn. Stjórnendur nenna flestir ekki að nota ástæðu boxið útaf magni kannana sem við fáum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..