Ég fæ nánast undantekningarlaust “cool” og síðan oft spurningar um hitt og þetta.
Lenti reyndar á einhverjum sem hélt að hann vissi meira um Ísland en raun bar vitni. Hélt meðal annars að við byggjum í snjóhúsum, gengjum um í hreindýrahúðum og lifðum á hreindýrunum og síðan fisk. Við eigum ekki bíla og svo fram eftir götunum. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast en reyndi nú að leiðrétta hann eftir bestu getu. Undir lokin endaði hann á því að skrifa að allt sem honum hefði verið kennti í skólanum væri vitlaust. Hvað heldur fólk eiginlega um okkur, spyr ég bara.
Þessi einstaklingur var nú samt frekar undantekning. Oftast er spurt hvort það sé alltaf snjór hérna og hvort það sé kalt.
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…