Komið heilir og sælir WoW fíklar. Þar sem ég geri ráð fyrir að eingöngu þið getið svarað þessari spurningu.
Allavega þá er guildið mitt byrjað að fara í gegnum MC án nokkurra vandamála. Tókum Ragnaros á fyrst try, Onyxiu líka. Svo erum við búnir að drepa Ragnaros 3x núna án þess að wipe-a nokkrum sinnum. Sem sagt, höfum aldrei wipe-að á Ragnaros.
Venjulegt MC run hjá okkur byrjar kl 19:00 og er búið svona 01:00. Þá erum við búin að hreinsa MC. Hins vegar þar sem ég hef nú aldrei spilað þetta af neinu viti og er á fyrsta char þá þætti mér gaman að vita hvenær er tímabært að fara færa sig yfir í BWL og hverju ætti ég að einbeita mér að? Skiptir FR miklu máli fyrir druid þarna inni? Er með 130 í First Aid :O… Þarf ég að hækka þetta eitthvað voðalega til að halda sjálfum mér á lífi og til þess að spara mana? Reyndar má setja þetta allt saman í sviga þar sem presta patchinn er væntanlegur en svona af ykkur druids þarna sem hafið verið að farma BWL. Erum við orðin nógu reynd til að byrja og hvað eru svona critical buffin sem ég þarf þarna inni?
Já ég er með 1/19/31 build eins og er. Nenni ekki að vera totally useless í PvP… Hins vegar er ég en á þeirri skoðun að HoTW er besti druid talentinn. But you sacrifice everything for epics, right?