Ég ákvað að útbúa smá pistil þar sem að ég treysti ekki því sem þjónustufulltrúar netfyrirtækja segja við mann.
Þannig er mál með vexti að ég er hjá ovodafone og í 90% tilfella er tenginginn mín gul í wow semsagt í kringum 300-450 ms.
Það hefur virkað sæmilega hingað til en nú síðustu 2 skipti í mc fer ég upp í rautt 500-1000ms og það er virkilega leiðinlegt. Vinur minn er hjá vodafone og segir að tenginginn hans sé einnig alltaf gul en hafi verið rauð um daginn þegar hann loggaði sig inn.
Það væri gaman að fá skoðanir frá lesendum sem eru hjá vodafone til að sjá hvort margir aðrir séu að lenda í sömu vandræðum og svo væri einnig gaman að fá svör frá þeim sem eru hjá öðrum netfyrirtækjum og heyra þeirra álit á þeim.
Hvaða netfyrirtæki t.d ætli sé best hef heyrt að tenginginn fyrir wow hafi verið hörmung hjá símanum núna undanfarið er það satt ???