Jaa… ef þú ert að spyrja hver myndi vinna í 1on1 fight þá myndi held ég priest frekar vinna ef þeir væru báðir pvp geared og pvp specced, shadow priest drepur druid svo hratt og um leið og hann sér hann fara úr form getur hann bara skellt silence á hann svo hann nái ekki að instant heala.
En svona almennt finnst mér druid skemmtilegri og oft betri class, fínn support healer í raid pve og pvp og main healer í group pve (engin flash heals sem þarf helst fyrir pvp/raid pve main healing), og svo er hann svo fjölhæfur… getur farið í bearform og pickað upp stuff í raid pve ef tanks drepast… getur varið sig vel í pve og gert ágætt damage, eða farið í cat form og gert fínt damage og gefið hópnum sínum mjög gott buff (ef hann er 31 feral spec).
Mér hefur aldrei líkað mjög vel við priests svona almennt… finnst eins og þeim finnist þeir svo mikilvægir því fólk þarf þá í pve og geti þessvegna hegðað sér eins og asnar því þeir geta alltaf fengið group, og svo hafa þeir mest lame hlut í leiknum sem er að mind controlla fólk og láta það drepast á einhverju í umhverfinu og missa durability, sem ætti alls ekki að vera hægt að mínu mati, en of margir þeirra gera það hvenær sem þeir fá tækifæri til þess.
En þetta á auðvitað alls ekki við um alla priests, þekki mjög marga góða priests og svona og er ekki að reyna að móðga neinn með þessu, bara segja mína skoðun.