Ókei, við vitum allir(öll?) hvað lagg og hökt er mikið í aðalborgunum Orgrimmar og Ironforge. Stundum er gjörsamlega ómögulegt að komast leiðar sinnar í gegnum þvöguna fyrir laggi. Ég er reyndar ekki með sérlega mikið vinnsluminni (512mb, sem á þó að duga) en það dugar vel á flestum öðrum stöðum. Það sem ég skil ekki er hvers vegna í ósköpunum Blizzard þráast við að vera sífellt að halda illa scriptaðar hátíðir og þannig drasl í þessum aðalborgum sem margfaldar allt svona hökt! Þið hljótið að hafa tekið eftir því að höktið í borgunum snarversnar í hvert skipti sem þeim dettur í hug að skella inn hrekkjavöku, jólum, eða núna í dag - Tunglhátíð, víst eitthvað tengt kínverska nýárinu.
Álit á þessu? Takið þið ekki eftir neinu auknu laggi og finnst þetta bara skemmtileg tilbreyting? Eða eruð þið sammála?
Peace through love, understanding and superior firepower.