Ágætis tilraun en mistekst engu að síður hrapalega, því það vill svo skemmtilega til að blizzard er búið að ústkýra hvað verður inní Caverns of Time.
Í stuttu máli er Anarchronos, sem er aðal Bronze Drekinn, nokkurskonar tíma vörður, þeas hefur hæfileikann til að ferðast um tímann. Inní Caverns of Time eru svo einmitt svona “Tímahlið” sem verður hvert um sig eitt instance.
Dæmi:
Eitt instanceið í Caverns of Time verður að bjarga Thrall og koma honum af stað til Kalimdor, í þessu instancei færðu að sjá hluti eins og t.d gamla tarren mill áður en það varð undead bær.
Annað instance verður The Battle of mount hyjal, jább, eða svo segja þeir hjá blizzard. Get reyndar ekki ímyndað mér hvernig það verður en vá, hlakkar til að sjá það.
Svo sögðu þeir frá öðru sem er að vernda Medivh meðan hann opnar upprunalega Dark Portalið sem hleypti orcunum til að byrja með.
Náttúrulega gæti allt þetta breyst, en þetta er í grundvallaratriðum það sem þeir eru búnir að segja okkur og erum við einmitt að fara að vinna okkur inn punkta hjá Bronze dragonflight, eða “The Brood of Nozdormu” eins og þeir eru kallaðir, en þú færð reputation hjá þeim fyrir að drepa AQ mobs.
Væri svolítið kjánalegt að vinna í mánuði til að fá exalted hjá þeim svo kemur nýtt instance þar sem þú átt að drepa þá og missir allt reputationið :P
En allavega, ég er mjög ánægður og spenntur fyrir þessu instancei þar sem þetta verður ekki svona..fara inn, drepa dreka og dreka og fleirri dreka. Heldur eithvað virkilega kúl :) og ég vona að þeir standi við það.