Jújú, það hefur nákvæmlega allt með latency að gera. Latency þýðir í rauninni, tíminn sem það tekur einn pakka að ferðast frá þér, til serversins. Ef það er 100, þá þýðir það 100 millisekúndur (ms), ef það er 1000, þá þýðir það 1000 millisekúndur. Ef þú ert þrjá daga að krafta eitthvað item ertu líklega með 3 daga í latency. Annað orð yfir latency er ping.
Annars konar lagg sem gæti komið fyrir er meira svona hökt, það er algjörlega tölvan þín og kemur tengingunni ekkert við, yfirleitt er það bara heitt (eða lélegt) skjákort, en það getur í raun verið hvað sem er.