Ég á laptop vél með 1.5GHz Pentium M örgjörva, 512MB af minni, Radeon 9700 Mobility skjákorti og 60GB disk. Helsti flöskuhálsinn er harði diskurinn í vélinni, en hann er 4200 snúninga, þannig að þegar ég kem td. í IF getur tekið smá tíma fyrir tölvuna að ná áttum. Ég leysti málið með því að hafa bara 20GB disk í usb2 boxi og losnaði þá algjörlega við þetta vandamál.
Helstu hlutirnir sem fartölvur gæti vantað til að geta keyrt leikinn vel eru aðallega harður diskur og skjákort, oft eru skjákortin ekkert sérlega leikjavæn í þessum vélum.