Sælt veri fólkið, svona standa málin að ég er með alveg hræðilegan fps í mjög crowded svæðum, eða allavega svæðum þar sem mikið af fólki eru nálægt mér, semsagt IF og MC+BWL er líka alveg hræðilegt. Venjulegt hjá mér í MC er 2-4 FPS en í BWL er hann aðeins skárri 4-6 kannski, en það er náttúrlega næstum óspilanlegt. Allavega, tölvan ætti að vera fín -
Intel Celeron 3.06GHz örgjöfi,
512mb vinnsluminni,
ATI Radeon x600 256mb skjákort,
nóg pláss eftir á harða disknum, u.þ.b. 100gb.
Ég er búinn að reyna flest allt, setja öll details + resolution í læsta í video options, taka af öll special effects, en ekkert virkar. Ef ég er einn að soloa fæ ég auðveldlega 50-60 fps sem ég væri alveg til í að halda. Ég hef líka sent WoW Tech support mail, en ég fékk bara eitthvað rugl copy/paste svar af síðunni þeirra sem gerði nákvæmilega ekkert gagn. Ég rakst líka á stóran thread á tech support foruminu á wow-europe.com um fólk með lágan fps með ATI kort.
Eru fleiri að lenda í þessu? Hefur einhver fundið lausn á þessu máli? Öll svör eru vel þegin (nema skítköstum verður eytt).