Það er þannig hjá mér að oft þegar ég er í IF þá fer grafíkin í drasl og ég sé bara fullt af línum og strikum. Ég notfæri mér mini map til að rata, eða ýti á m til að sjá hvar ég er og hvert ég stefni. Ég dett að meðaltali svona 3 sinnum í rauða draslið fyrir utan AH, semer virkilega pirrandi.
Ég er með fartölvu, hún er:
1800MHz
40gb
64mb geforce skjákort
512mb innra minni.
Ég var að spá í hvort að þið haldið eða vitið hvort að þetta gæti lagast með því að kaupa meira innra minni, því það er það eina sem hægt er að uppfæra á fartölvu.
Ég nenni ekki að eyða 13þús í innra minni sem lagar svo ekki neitt!
Fyrirfram þakkir fyrir ykkur, og gleðileg jól.
BTW, kannast einhver við einhvern sem heitir Icelandic á Ragnaros servernum í Horde.
Hann var lvl 25 þegar ég sá hann,og ég var lvl 46, hann réðst á mig á Horde svæði, en ég lét hann í friði bara útaf nafninu :)
Vanalega drep ég þó ekki þá sem eru svona langt fyrir neðan mig í lvl, nema að horde hafa verið vondir við mig, td ?? fáviti drepið mig, eða fólk ráðist á mig meðan ég hef átt 10% orku og kirkjugarðurinn miles away, eins og skeður vanalega svona 3 á dag í STV!