ég hef aldrei verið ánægður með óáreiðanlegt og takmarkandi netsamband mitt hjá símanum. Oft hafði ég hugsað mér að skipta yfir til Hive og fá að njóta ótakmarkaðs niðurhals og annarra fríðinda sem að það ágæta fyrirtæki hefur upp á að bjóða. ÞEss vegna sló ég til þegar að mér var boðin frír mánuður hjá hive.

En Hive er því miður algjört rusl fyrir netleikjaspilun. mjög leiðinlegt að einu skiptin sem ég næ niður fyrir 400ms er eftir 2 á næturnar. að degi til er ég með ~ 1000ms.

Í kvöld hefur þetta verið sérstaklega slæmt, eða 1600 ms að meðaltali. mjög erfitt að koma einhverju í verk undir þessum kringumstæðum.

Ég neyðist því til að fara aftur yfir til símans því að þrátt fyrir góðan ásetning þá er þjónustan sem Hive býður upp á algjört andskotans rusl. mæli með að þið þiggið alls ekki tilboð þeirra þar til að þið eruð hætt að spila world of warcraft eða aðra netleiki af erlendum síðum. Ég vona að aðrir geti komist hjá því að lenda í þessu þegar að þeir þekkja staðreyndir málsins.
Pálmar