Mér myndi þykja vænt um að fólk myndi senda mér skilaboð ef þeir verða vitni af skítkasti og óþarfa hlutum hér á áhugamálinu. Það verður augljóslega að taka á þessu og þar sem það koma um 15 nýjir þræðir á dag inn á áhugamálið og fjöldamörg svör við þeim nokkra daga á eftir þá get ég augljóslega ekki farið að fara yfir hverja einustu umræðu sem á sér stað.
Hins vegar hef ég tekið eftir því að fólk er í meira mæli að senda inn óþarfa skítkast á suma (“Fáið ykkur líf” og fleira í svörum við þráðum, greinum og myndum). Svona lagað á ekki heima á Huga, hvað þá á áhugamálinu.
Með von um einhverja hjálp frá notendum heiðvirðum áhugamálsins,
Vilhelm