ja, reyndar held ég að það sé orðið frekar erfitt að vera rogue þegar 90% af öllu pvp er farið að vera í AV/AB. í AV eru rogues bara ömurlegir, geta ekki komið nálægt neinum útaf hættu á að lenda í AoE, vera revealaður, og vera þá drepinn strax. alltaf ef ég sé rogue innan 100 yds við mig marka ég hann, og þá er hann bara dauður. og þegar rogues reyna að drepa mig… insignia + scatter + mark og hann er svo gott sem dauður. ef hann er ennþá lifandi þegar hann kemst í melee aftur þá bara raptora ég hann og wing clippa aftur, ef hann nær crippling á ég ennþá feign + trap, deterrence, og nóg melee damage til að klára hann.
en auðvitað eru hunters anti-rogue class. málið er bara að í group pvp eru rogues miklu lélegri en í 1on1 pvp eða svona warsong gulch pvp þar sem það eru fáir og þeir geta tekið 1 og 1 player í einu. rogues eru bara svo vulnerable þegar þeir eru ekki stealthed.
aftur á móti skil ég ekki hvað korkahöfundurinn er að tala um þegar hann talar um talents, því öll rogue talent trees eru mjög góð og mér finnst ekkert þurfa að laga þau, rogues hafa einna bestu talents í leiknum.
við eigum ekki séns á móti : warriors,shaman,pries,warlock,mage,pally, OG Hunters….
ö_Ö
Warlocks: rogues hafa alltaf rústað warlocks og gera það enn, þótt þeir séu komnir með instant 3 sec fear núna. pvp trinket/wotf/blacksmithing trinket>fear. og þegar rogue er í melee við lock á lockinn engan séns á að casta fear. hægt að sjá það í roguecraft 2 hvernig rogue með worn dagger (0.9 dps) heldur lock frá því að casta fear í 2 mínútur og drepur hann á endanum.
shamans: shamans eru auðvitað vesen fyrir alla classa, og að mínu mati ennþá smá overpowered. en gott stunlock og mind numbing poison ætti að geta tekið shaman nema hann procci windfury með grand marshal's great axe (eða hvað sem það heitir) eða eitthvað. allavega er alls ekki hægt að segja að rogues “eigi ekki séns” í shamans.
Priests: sama með priests og warlocks, eina sem þeir hafa er 20 sec cooldown instant fear og 15 sec shield sem absorbar eitt backstab.
Warriors: warriors vinna reyndar rogues oftar en ekki, enda aðal anti-rogue classinn fyrir utan hunters kannski, en gott stunlock og crippling poison kite vinnur þá nú samt.
Mage: ég held að rogue vs mage sé bara nokkuð fair fight. mage-inn getur auðvitað blinkað úr stuns strax og rogue-inn ræðst á hann, en það tekur fólk auðvitað tíma að bregðast við, þannig að rogues ættu að geta náð ambush + backstab, en ef mage-inn bregst fljótt við allavega ambush, sem er með um 70% crit chance með ágætu geari og imp ambush talentinu. svo bara blinda þá, hlaupa í melee, kidney shot/cold blood eviscerate og þá ætti hann að vera allavega nálægt því að deyja.
hunters og paladins eru nokkuð erfiðir fyrir rogues, allavega ef paladininn er protection specced, en auðvitað geta allir classar unnið alla classa, og pvp er byggt á “rock-paper-scissors”.