Jæja kærur WoW leikmenn, nú er mér öllum lokið.
Það eru ekki mörg kvöld sem ég hef tíma til að spila þennan annars yndislega leik… því er það mikið svekkelsi fyrir mig að leikurinn skuli vera jafn hægur og böggaður líkt og hann hefur verið síðustu tvo daga að því ég best veit.
Spila á Twilight's Hammer og þar hefur ástandið verið vægast sagt slæmt. Tekur heila lifandi eilífð að komast yfir “retrieving character list” og þá tekur það einnig langan tíma að komast inn í leikinn sjálfan.
Jæja, ekki nóg með það, tekur þá ekki við þetta líka hörmulega lagg!
Það er ekki hægt að setja út á tenginguna hjá mér því hún er í prýðis ástandi.
Þetta er gjörsamlega óþolandi!
Hvernig hefur leikurinn leikið ykkur hin?
Grátum nú öll saman.
—-
Mormegil lvl 45 Undead Rogue - Death Guards - Twilight's Hammer.