Sko, hvorki Dryads né Nagas eru náttúrulega séns því hvorugur race-inn er einu sinni humanoid. Dryads hafa 4 fætur og Nagas hafa sporð/hala, sem þýðir að til þess að þeir yrðu spilanlegir þyrfti að búa til alveg ný armor módel fyrir þá, ekki bara hægt að breyta þeim sem eru til aðeins eins og með Blood Elves - þeir geta m.a.s. örugglega notað sömu módel og Night Elves eða með litlum breytingum. Þar að auki, hvaða gagn eiga þessir kynþættir að hafa af mounts?
Það sem ég hef heyrt er þrennt:
#1: Pandaren - Einnig mjög ólíklegt þar þeir eru svo gott sem ekki í leiknum (minnir að ég hafi heyrt að það sé einn í leyniherbergi í annaðhvort Stratholme eða Scholomance, man ekki hvoru). Þeir eru líka of neutral til að ganga til liðs við alliance-ið.
#2: Draenei - Þeir eru vissulega til í leiknum, bæði sem mobs í Swamps of Sorrows og Blasted Lands og svo er einn friendly npc í Blasted Lands líka. Þó það séu engin rök gegn því beint finnst mér þeir ekki sérlega líklegir. Held að þeir hafi gegnt of litlu hlutverki í Warcraft sögunni til að verða raunverulegur möguleiki.
#3: Furbolgs - Í senn mjög ólíklegur og líklegur kynstofn til að verða player race. Mjög fáir þeirra eru enn heilir á geði eftir stríðin í WC3 en það er bara í stíl við aðra kynþætti sem virðast meira og minna vera í útrýmingarhættu. Sterkustu rökin varðandi þá eru hinsvegar landafræðileg. Byrjunarsvæði þeirra væri í Mount Hyjal, sem er við hliðina á Darkshore og Winterspring. Á sama hátt er Blood Elf svæðið við hliðina á Tirisfal Glades og Plaguelands - Alliance hefðu þá 3 kynþætti í Eastern Kingdoms og 2 í Kalimdor, og Horde hefði 3 í Kalimdor og 2 í Eastern Kingdoms. Ég persónulega vona hinsvegar að það verði ekki Furbolgs sem joina Alliance. Það væri bara OF sillí að sjá svona loðbolta röltandi um Ironforge, klædda í Valor settið eða eitthvað álíka…
Við verðum sumsé bara að bíða og sjá hvað þeir ákveða, og vona að þeir klúðri þessu ekki of illa.
Peace through love, understanding and superior firepower.