Þeir eru hættir við að eyðileggja Ruin, þeir ætla að eyðileggja Curse of Shadows í staðinn. Núna verður ekki hægt að fá mínus í resistance, í staðinn ætla þeir að bæta smá +Damage við Curse of Shadows. Þetta “nerf” er reyndar mun verra en Ruin “nerfið”. Það er nú ekki eins og við vorum ofarlega á listanum fyrir að gera mikinn skaða í raids, núna ætla þeir að færa okkur neðar. Ætlunin er einmitt að minnka skaðann sem við gerum almennt, ekki útaf einhverju ójafnvægi eða einhverju óréttlæti gagnvart öðrum (nema þegar við bæði fáum Ruin critical og Curse of Shadows 100% bónusinn sem gerist einu sinni á ári) heldur bara til að gera okkur verri. Aldrei nokkurn tímann tæki einhver okkur með fyrir skaða, eina ástæðan fyrir því að mér er boðið í MC, UBRS, ZG o.s.frv. er Curse of Elements, Blood Pact og Soulstone. Curse of Elements kemur mage til góða. Það er hundfúlt að vera warlock þegar mennirnir sem eru að reyna að “laga” okkur skilja okkur ekki. Allavega skil ég þetta þannig, þó ég sé farinn að hljóma eins og vælukjóarnir sem ýkja og taka úr samhengi hlutina á vefsíðunni þeirra. Ég er aftur á móti ekki að gera það.