Við félagarnir erum búnir að vera spila á nýju PvP-RP server undanfarna daga og það er bara góður stemmari.
Gaman að spila á server þar sem að allir eru að byrja á lev 1 og þú átt ekki von á að lev. 60 gaur með 6 mán. uppsafnað epic. dauðans sem var misnotaður í æsku af hamstrinum sínum ráðist á þig og sníti sér með þeim afleiðingum að þú deyrð.
Svo er líka gaman að vera að spila á server þar sem að OH á eftir að þróast og verð á hlutum rokkar mikið á milli daga. Og menn eignast ekki 16 slotta poka eða superior item nema með því að finna þau því að OH framboðið er takmarkað.

Þannig að fyrir alla þá sem að vilja gera eitthvað nýtt eða bara vera með þá endilega byrjið að spila á PvP-RP serv. meðan að þeir eru ennþá sérstakir.

Við félagarnir erum að spila “Hord” á “The Venture Co.” serv. Allir að flikkjast þangað og fara að níðast á litlu fólki.

h2o
Stafsetningarvillur eru í boði hússins.