Blessaðir spilarar :)

Jæja, hér er vandamalið..

Frá því eg fekk mer leikinn í byrjun sumars hef eg átt við hundleiðinleg lagg vandamál að stríða.

Latency Bar er buið að vera grænt alltaf en kickerinn er að það skiptir í raun engu mali því ef eg fer í instance eða Org eða einhverstaðar þar sem mikið af spilurum og greinilega þarf mikla bw til að höndla hanga þar þa skítur leikurinn sig í fótinn og deyr og eg fæ Disconnect af ( Thunderhorn) servernum eða hreinlega allt frystist en eg held áfram að geta hreyft mig en umhverfið er fast :) .

Ég er með 6mb tengingu í gegnum Netsamskipti í Keflavík sem hefur sínar línu í gegnum símann ( held ég ) svo er eg tengdur innanhús lani herna á heimilinu en þar sem eg er sa eini sem nota tölvuna og línuna til hennar fullnustu þa se eg ekki að hinir seu að lagga mig. Frá router er tengi í hub og svo inn til mín, gæti þetta verið hubbinn ? eða er þetta packet vesen frá companíinu eða það að routerinn er með lokuð a öl l port nema nokkur sem eru notuð í annað.. Ætti eg hreinlega að fara yfir í Símann en það er nu frekar extreme fyrir tölvuleik, endilega ef þið hafið hugmyndir latið það flakka.


Fyrirfram kveðja
Guðmundur

Orc-Rogue
Undirskrift